Þeir sögðu við mig... Languages translation jobs
Home More Articles Join as a Member! Post Your Job - Free! All Translation Agencies
Advertisements

Þeir sögðu við mig...



Become a member of TranslationDirectory.com at just $12 per month (paid per year)





See also other languages' versions:
Dansk Français Lietuviškai Română Русский
Deutsche Ελληνικά Nederlandse Slovenčina  
English Íslenska Polski Suomi  
Española Italiano Português Svenska  

Claude PironÞeir sögðu við mig þegar ég var lítill: ”Vertu óhræddur að spyrja til vegar. Tala, og þú munt komast á heimsenda”. En eftir nokkra kílómetra talaði fólk annað tungumál. Að spyrja þau var gagnslaust.

Þeir sögðu við mig: ”Lærðu tungumál í skólanum til að geta talað við fólk frá öðrum löndum”. En 90 % allra fullorðna geta ekki komið hugsunum sínum í orð á þeim framandi tungumálum sem þeir hafa lært í skólanum.

Þeir sögðu við mig: ”Á ensku getur þú bjargað þér hvar sem er í heiminum”. En í spænsku þorpi sá ég bílslys milli bíla frá Frakklandi og Svíþjóð. Bílstjórarnir gátu hvorki gert sig skiljanlega hvorn við annan eða við lögregluna. Í lítilli borg í Tælandi sá ég örvilnaðan ferðamann án árangurs útskýra sjúkdómseinkenni sín fyrir lækni. Ég hef unnið hjá Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni í öllum byggðum heimsálfum og á nokkrum eyjum og ég hef fengið staðfest að í Kongó, Japan og á mörgum öðrum stöðum er enska algjörlega gagnlaus fyrir utan á stærri hótelum, í stærri verslunum, í viðskiptaheiminum og hjá flugfélögunum.

Þeir sögðu við mig: ”Þökk sé þýðingunum að nú eru allra fjarlægustu menningarheimar aðgengilegir öllum”. En þegar ég bar saman frumritin við þýðingarnar sá ég svo margar rangfærslur, að svo miklu var sleppt, að svo lítil virðing var borin fyrir því hvernig höfundurinn færði hugsanir sínar í orð að að ég fann mig knúinn að taka undir með ítalska málshættinum: ”Traduttore, traditore” (Að þýða er að svíkja).

Þeir sögðu við mig að Vesturlönd hjálpar Þriðja heiminum með virðingu við hæfi fyrir menningu þeirra. En ég sá ekki að nokkuð tillit væri tekið til tungumála þeirra. Þegar frá byrjun voru tungumál okkar þvinguð upp á þá, eins og það væri sjálfsagt að þau væru þau bestu til samskipta. Ég sá hvernig ensku og frönsku tungumálin mynduðu menningarlegan þrýsting, sem breytti hugsunarhætti fólksins, og hafði einnig niðurbrjótandi áhrif á forna menningarheima þar sem jákvæð gildi þeirra voru samviskulaust hunsuð. Og ég sá hvernig það urðu til óteljandi vandamál þegar átti að kenna staðbundna vinnuaflinu tungumál, af því að tæknimenn Vesturlanda skildu ekki tungumál þeirra, á tungumáli sem hafði engar námsbækur.

Þeir sögðu við mig: ”Almenn skólakennsla mun ábyrgjast sömu möguleika fyrir allar stéttir”. Og ég sá hvernig ríkar fjölskyldur í þróunnarlöndunum sendu börn sín til Englands og Bandaríkjanna til að læra enska tungu, á meðan almenningur, fjötraður í minnimáttarkennd eigin tungumáls og sem fórnarlömb alls konar áróðurs, áttu í vændum dapra framtíð.

Þeir sögðu við mig: ”Esperantó hefur mistekist”. En í fjallaþorpi í Evrópu sá ég hvernig barn landbúnaðarverkamanns, eftir bara sex mánaða kennslu, talaði við gesti frá Japan.

Þeir sögðu við mig: ”Það vantar allt mannlegt í esperantó”. Ég hef lært tungumálið, lesið ljóð þess, hlustað á söngva þess. Ég hef hlustað í trúnaði á Brasilíubúa, Kínverja, Írani, Pólverja og á ungling frá Uzbekistan. Og hér er ég nú – fv. atvinnuþýðandi – og verð að segja heiðarlega að þessi samtöl voru þau umhugsunarlausustu og djúpsæjustu samtöl sem ég hef nokkurn tíma átt á framandi tungumáli.

Þeir sögðu við mig: ”Esperantó er einskis virði þar sem það hefur enga menningu”. En þegar ég hitti esperantómælandi í Austur-Evrópu, Asíu og Latnesku Ameríku, þá voru þeir meira menninglega sinnaðir en flestir í sömu félagslegu stöðu. Og þegar ég hef tekið þátt í alþjóðlegum umræðum um þetta tungumál hef það virkilega vakið aðdáun mína á hve háu vitsmunastigi hún var.

Ég reyndi að útskýra þetta fyrir fólkinu í kringum mig. Ég sagði: ”Komið! Sjáið! Þetta er eitthvað alveg einstakt! Tungumál sem leysir samskiptavandamál fólks jarðarinnar! Ég sá Ungverja og Kóreubúa ræða stjórnmál og heimspeki aðeins tveimur árum eftir að þeir höfðu byrjað að læra tungumálið! Það hefði verið ómögulegt á nokkru öðru tungumáli! Og ég sá það og það og einnig…”

En þeir svöruðu: ”Esperantó er ekki alvarlegt. Og alla vega, það er gervi”.

Ég get ekki skilið. Þegar sál manneskjunnar, tilfinningar hennar, fínustu blæbrigði hugsana hennar eru sett fram á tungumáli sem er skapað af ríkidæmi samskipta margra menningarheima, þá segja þeir við mig: ”Það er gervi”.

En hvað sé ég á ferðum mínum um heiminn? Ég sé ferðalanga sem þrá að deila með sér af hugmyndum sínum og upplifunum, eða kannski bara mataruppskriftum, til staðbundnu íbúanna. Ég sé hvernig tilraunir að spjalli með handapati leiða til hrapalegs misskilnings. Ég sé fólk sem þyrstir eftir upplýsingum en vegna málahindranna getur ekki lesið það sem það vill.

Ég sé helling af fólki sem eftir sex, sjö ára málanám, stamandi og með fyndinn framburð, reynir án árangurs að segja það sem það vill. Ég sé hvernig tungumálaójafnrétti og mismunun þrífast um allan heim. Ég sé hvernig diplómatar og sérfræðingar tala í hljóðnema og hlusta með heyrnatólum á, ekki á samtalsaðilann, heldur á rödd annarar manneskju. Eru þetta eðlileg samskipti? Frá sál eða heila til munns í eyra, það er auðvitað gervi, en frá hljóðnema í heyrnatól í túlkastúku, það er eðlilegt. Tilheyrir hæfileikinn að leysa vandamál með aðstoð greindar og næmni ekki lengur til mannlegrar náttúru?

Þeir sögðu svo mikið við mig en ég sé eitthvað annað. Ég reika um sleginn út af laginu í samfélagi sem krefst að allir hafi rétt á að segja skoðun sína og tala saman. Og ég furða mig hvort það er verið að plata mig eða hvort ég sé ruglaður.









Submit your article!

Read more articles - free!

Read sense of life articles!

E-mail this article to your colleague!

Need more translation jobs? Click here!

Translation agencies are welcome to register here - Free!

Freelance translators are welcome to register here - Free!









Free Newsletter

Subscribe to our free newsletter to receive news from us:

 
Menu
Recommend This Article
Read More Articles
Search Article Index
Read Sense of Life Articles
Submit Your Article
Obtain Translation Jobs
Visit Language Job Board
Post Your Translation Job!
Register Translation Agency
Submit Your Resume
Find Freelance Translators
Buy Database of Translators
Buy Database of Agencies
Obtain Blacklisted Agencies
Advertise Here
Use Free Translators
Use Free Dictionaries
Use Free Glossaries
Use Free Software
Vote in Polls for Translators
Read Testimonials
Read More Testimonials
Read Even More Testimonials
Read Yet More Testimonials
And More Testimonials!
Admire God's Creations

christianity portal
translation jobs


 

 
Copyright © 2003-2024 by TranslationDirectory.com
Legal Disclaimer
Site Map